Freyr velur U-23 ára landslið

Heiðdís Sigurjónsdóttir er í leikmannahópi U-23 ára landsliðs kvenna í …
Heiðdís Sigurjónsdóttir er í leikmannahópi U-23 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu. mbl.is/Árni Sæberg

Freyr Alexandersson hefur valið 20 leikmenn til þess að æfa sem leikmenn U-23 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu.

Engin verkefni eru á vegum FIFA eða UEFA í þessum aldursflokki og markmið æfinganna að sögn Freys er að skoða þá leikmenn sem hafa verið í leikmannahópi A-landsliðsins undanfarið og þá leikmenn sem gætu bankað á dyrnar hjá liðinu á komandi misserum. 

Hópurinn er þannig skipaður: Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðabliki), Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (Breiðabliki), Heiðdís Sigurjónsdóttir (Breiðabliki), Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki), Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðabliki), Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðabliki), Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðabliki), Guðný Árnadóttir (FH), Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH), Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki), Jasmín Erla Ingadóttir (Fylki), Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR), Hrafnhildur Hauksdóttir (Val), Hlín Eiríksdóttir (Val), Stefanía Ragnarsdóttir (Val), Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA), Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA), Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA), Lillý Rut Hlynsdóttir (Þór/KA), Hulda Björk Hannesdóttir (Þór/KA). 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert