Gott að mæta liði utan Evrópu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Hljóðið var afskaplega gott í Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, þegar Morgunblaðið spjallaði við hann símleiðis í gær. Eins og fram hefur komið er landsliðið nú í Katar í Asíu og leikur í dag gegn heimamönnum þriggja þjóða móti. Ísland tapaði fyrir Tékklandi 2:1 á fimmtudaginn en á milli leikjanna hefur tíminn verið nýttur í alls kyns undirbúning fyrir stóra verkefnið sem bíður næsta sumar; lokakeppni HM.

„Hingað til hefur ferðin staðið undir öllum þeim væntingum sem við gerðum til hennar,“ sagði Heimir og lét vel af hópnum þegar hann var spurður út í heilsufar landsliðsmannanna. Enginn þeirra hefur meiðst í ferðinni eða veikst.

„Allir vita að Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason eru meiddir. Þeir eru að koma sér í gang og komu báðir við sögu á æfingunni í dag. Þeir eru að nálgast það að verða leikfærir. Tilgangurinn með því að taka þá með í ferðina var að þeir gætu setið fundina og tekið þátt í undirbúningi okkar fyrir HM í Rússlandi þótt þeir geti ekki verið með í leikjunum. Gert var ráð fyrir því að þeir myndu svo snúa ferskir aftur til sinna félagsliða.“

Lesa má viðtalið við Heimi í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar fer Heimir yfir hvernig hann hyggst nálgast leik Íslands gegn Katar í dag og styrkleika katarska liðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert