„Skrýtið og asnalegt“

Orri Sigurður Ómarsson í baráttu við Marcus Solberg
Orri Sigurður Ómarsson í baráttu við Marcus Solberg mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er rosalega skrýtið og asnalegt – að þeir geti ekki bara gefið manni almennilegt svar,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, lykilmaður úr Íslandsmeistaraliði Vals í knattspyrnu á síðustu leiktíð, en algjör óvissa virðist ríkja um hugsanleg vistaskipti hans til danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens.

Fregnir bárust af því í byrjun nóvember að Horsens hefði náð samkomulagi við Val um kaup á Orra og að þessi 22 ára gamli varnarmaður hefði haldið utan til að semja um sín mál við danska félagið. Nú er hins vegar allt í lausu lofti:

„Þeir náðu samkomulagi við Val og það var allt komið í sambandi við kaup og kjör, en svo fékk ég bara aldrei neitt til mín. Þetta er bara fáránlegt. Þeir hafa sagt tvisvar að þeir þurfi að finna einhvern pening og jafnvel fylla upp í aðrar stöður líka og eru eiginlega bara búnir að setja okkur á bið. Eins og staðan er núna er ég bara að bíða en ef þetta dregst eitthvað miklu lengur slít ég þessu bara sjálfur,“ segir Orri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert