Eyjólfur velur U21 árs landsliðshópinn

Arnór Sigurðsson er í U21 landsliðshópnum.
Arnór Sigurðsson er í U21 landsliðshópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn N-Írlandi og Spáni í undankeppni Evrópumótsins sem báðir fara fram á Floridana-vellinum í Árbæ.

Albert Guðmundsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins, er ekki í hópnum en hann var í dag valinn í A-landsliðshópinn fyrir leikina á móti Frökkum og Svisslendingum. Jón Dagur Þorteinsson var einnig valinn í A-landsliðshópinn en hann mun spila með U21 árs liðinu gegn Spánverjum en tekur út leikbann í leiknum á móti N-Írum. Þá er Mikael Anderson ekki í hópnum sökum meiðsla.

Þetta verða tveir síðustu leikir íslenska liðsins í riðlinum en það er í 4. sæti riðilsins. Spánn er í efsta sætinu með 21 stig, Slóvakía 15, N-Írland 14, Ísland 11, Albanía 6, Eistland 1.

Hópurinn er þessi:

Markverðir:

Aron Elí Gíslason | KA

Aron Snær Friðriksson | Fylki

Aðrir leikmenn:

Alfons Sampsted | Landskrona 

Óttar Magnús Karlsson | Trelleborg

Axel Óskar Andrésson | Viking Stavanger

Tryggvi Hrafn Haraldsson | Halmstad

Felix Örn Friðriksson | Vejle

Jón Dagur Þorsteinsson | Vendsyssel

Júlíus Magnússon | Heerenveen

Samúel Kári Friðjónsson | Valerenga

Ari Leifsson | Fylki

Torfi Tímoteus Gunnarsson | Fjölni

Alex Þór Hauksson | Stjörnunni

Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva

Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA

Stefan Alexander Ljubicic | Brighton

Kolbeinn Birgir Finnsson | Brentford

Kristófer Ingi Kristinsson | Willem II

Daníel Hafsteinsson | KA

Willum Þór Willumsson | Breiðabliki

Sigurður Arnar Magnússon | ÍBV

Stefán Teitur Þórðarson | ÍA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert