Byrjunarliðið gegn Sviss opinberað

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Íslands í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Íslands í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að opinbera byrjunarliðið sem Erik Hamrén, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur stillt upp fyrir viðureign Íslands og Sviss sem hefst á Laugardalsvelli klukkan 18.45.

Frá fyrri leiknum í Sviss sem tapaðist 6:0 gerir Hamrén sjö breytingar á liðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Hörður Björgvin Magnússon voru allir frá vegna meiðsla í fyrri leiknum en þeir byrja í kvöld. Auk þess koma inn þeir Hólmar Örn Eyjólfsson, Kári Árnason, Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Ingvi Traustason.

Mark: Hann­es Þór Hall­dórs­son.

Vörn: Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son, Kári Árna­son, Ragn­ar Sig­urðsson, Hörður Björg­vin Magnús­son.

Miðja: Jó­hann Berg Guðmunds­son, Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, Gylfi Þór Sigurðsson, Birk­ir Bjarna­son, Arn­ór Ingvi Trausta­son.

Sókn: Al­freð Finn­boga­son.

Leikur Íslands og Sviss er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert