Töluverðar breytingar á landsliðshópnum – Orri nýliði

Orri Steinn Óskarsson á landsliðsæfingu með U21-árs liðinu á síðasta …
Orri Steinn Óskarsson á landsliðsæfingu með U21-árs liðinu á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hvaða 23 leikmenn munu taka þátt í leikjum gegn Lúxemborg og Bosníu í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði.

Hareide gerir umtalsverðar breytingar á leikmannahópnum frá því í síðasta verkefni, leikjum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppninni.

Hjörtur Hermannsson hjá Pisa, Kolbeinn Birgir Finnsson hjá Lyngby, Júlíus Magnússon hjá Fredrikstad og Orri Steinn Óskarsson hjá FC Köbenhavn koma inn í hópinn.

Orri Steinn er valinn í fyrsta sinn og er eini leikmaðurinn ásamt Kristian Nökkva Hlynssyni, leikmanni Ajax, sem hafa ekki spilað A-landsleik.

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Al-Arabi, er frá vegna meiðsla og Albert Guðmundsson hjá Genoa verður ekki valinn á meðan kæra sem lögð var fram á hendur honum vegna kynferðisbrots er í dómskerfinu.

Daníel Leó Grétarsson, Birkir Bjarnason, Þórir Jóhann Helgason og Arnór Sigurðsson detta einnig út úr hópnum frá því síðast. Daníel og Arnór hafa ekki leikið með liðum sínum að undanförnu vegna meiðsla og þeir Birkir og Þórir hafa lítið spilað síðustu vikurnar.

Landsliðshópur Íslands:

Markverðir:

Rúnar Alex Rúnarsson – Cardiff City – 24 leikir
Elías Rafn Ólafsson – Mafra – 4 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – Elfsborg – 4 leikir

Varnarmenn:
Hörður Björgvin Magnússon – Panathinaikos – 48 leikir
Sverrir Ingi Ingason – Midtjylland – 42 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson – Eupen – 36 leikir
Hjörtur Hermannsson – Pisa – 25 leikir
Valgeir Lunddal Friðriksson – Häcken – 7 leikir
Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby – 2 leikir

Miðjumenn:
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 86 leikir
Arnór Ingvi Traustason – Norrköping – 47 leikir
Mikael Neville Anderson – AGF – 20 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson – Fortuna Düsseldorf – 19 leikir
Alfons Sampsted – Twente – 17 leikir
Mikael Egill Ellertsson – Venezia – 13 leikir
Hákon Arnar Haraldsson – Lille – 11 leikir
Júlíus Magnússon – Fredrikstad – 5 leikir
Kristian Nökkvi Hlynsson – Ajax – nýliði

Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason – Eupen – 67 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven – 28 leikir
Sævar Atli Magnússon – Lyngby – 4 leikir
Willum Þór Willumsson  Go Ahead Eagles – 3 leikir
Orri Steinn Óskarsson – FC Köbenhavn – nýliði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert