Gylfi: Gríðarleg vonbrigði

Gylfi Þór Sigurðsson skorar sitt 27. landsliðsmark síðasta haust.
Gylfi Þór Sigurðsson skorar sitt 27. landsliðsmark síðasta haust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki í landsliðshópi Íslands í fótbolta sem tilkynntur verður á morgun, en miðjumaðurinn skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Val.

Hann lék síðast 4. nóvember, en Gylfi hefur verið frá keppni vegna meiðsla og verið í endurhæfingu á Spáni. Hann hefði verið klár í leik gegn Ísrael í umspili EM í næstu viku, hefði kallið komið.

„Þetta eru gríðarlega vonbrigði og ein af stóru ástæðum þess að ég vildi halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest að spila fyrir Ísland,“ sagði Gylfi um að hafa ekki verið valinn, í samtali við 433.is.

Gylfi skoraði tvö mörk gegn Liechtenstein síðasta haust og varð í leiðinni markahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins. Hann segist vera í betra standi núna en þá.

„Ég hefði treyst mér í leikina og finnst ég vera í betra standi en gegn Liechtenstein síðasta haust þrátt fyrir smá meiðsli,“ bætti Gylfi við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert