Valur og Víkingur mætast í kvöld

Víkingskonur komu gríðarlega á óvart í fyrra þegar þær urðu …
Víkingskonur komu gríðarlega á óvart í fyrra þegar þær urðu bikarmeistarar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keppnistímabil kvenna í fótboltanum 2024 hefst formlega í kvöld þegar Reykjavíkurfélögin Valur og Víkingur mætast í Meistarakeppni KSÍ.

Leikurinn fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30 en að vanda mætast í þessum leik Íslands- og bikarmeistararnir frá 2023.

Valskonur eru Íslandsmeistarar eftir sannfærandi sigur í Bestu deildinni í fyrra. Víkingur vann hins vegar sinn fyrsta titil í sögunni þegar liðið varð bikarmeistari með óvæntum sigri á Breiðabliki í úrslitaleiknum, 3:1, og varð þá jafnframt fyrsta félagið utan efstu deildar til að verða bikarmeistari kvenna. Víkingskonur leika í Bestu deildinni í ár eftir að hafa unnið 1. deildina á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert