Spánn mætir Þýskalandi í úrslitum

Spánverjar unnu sannfærandi 3:0 sigur á Rússlandi í síðari undanúrslitaleik EM 2008 í knattspyrnu í leik sem fram fór í Vínarborg.

Markalaust var í hálfleik en Xavi Hernandez kom Spáni yfir með marki á 50. mínútu eftir undirbúning Andres Iniesta. Daniel Güiza kom Spáni í 2:0 á 73. mínútu og David Silva innsiglaði svo sigurinn með marki sínu sem kom á 83. mínútu. Var það Cesc Fabregas sem lagði upp síðari tvö mörkin.

Spánn er því komið í úrslitaleik EM og mætir þar Þýskalandi í leik sem fer fram á sunnudag. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1984 sem Spánn leikur til úrslita á stórmóti. Þá tapaði liðið í úrslitum Evrópumótsins fyrir Frakklandi. Árið 1964 vann Spánn hins vegar EM og spurning hvort þeir endurtaki nú leikinn eftir svo langa bið.

Fylgst var með textalýsingu hér á mbl.is. 

David Silva og Cesc Fabregas fagni marki hins fyrrnefnda í …
David Silva og Cesc Fabregas fagni marki hins fyrrnefnda í leiknum í kvöld. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert