EM: Ísland tapaði fyrsta leiknum

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði strax á 6. mínútu. Hér er hún …
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði strax á 6. mínútu. Hér er hún í baráttu við frönsku varnarmennina í leiknum í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ísland mátti sætta sig við 3:1 tap fyrir Frakklandi í fyrsta leik sínum í B-riðli Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu í Finnlandi í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslandi yfir í leiknum. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Hólmfríður skoraði markið á 6. mínútu eftir fyrirgjöf Margrétar Láru og því um sannkallaða draumabyrjun að ræða hjá íslenska liðinu í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni stórmóts. Frakkar jöfnuðu hins vegar úr vítaspyrnu á 18. mínútu en sá vítaspyrnudómur var afar strangur. Þeir komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með marki úr annarri vítaspyrnu og þriðja mark þeirra kom á 67. mínútu.

Margrét Lára Viðarsdóttir fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn fyrir Ísland á 76. mínútu en vítaspyrna hennar var varin.

Fyrr í dag vann Þýskaland Noreg 4:0 í riðli okkar Íslendinga. Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn kl. 17 og sama dag eigast Þýskaland og Frakkland við.

Byrjunarlið Íslands: Þóra B. Helgadóttir, Kolbotn – Erna Björk Sigurðardóttir (Breiðabliki), Katrín Jónsdóttir (Val), Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (Djurgården), Ólína G. Viðarsdóttir (Örebro). Dóra María Lárusdóttir (Val), Edda Garðarsdóttir (Örebro), Sara Björk Gunnarsdóttir (Breiðabliki), Katrín Ómarsdóttir (KR), Hólmfríður Magnúsdóttir (Kristianstad), Margrét Lára Viðarsdóttir (Kristianstad).
Varamenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgården), Sandra Sigurðardóttir (Stjörnunni), Ásta Árnadóttir (Tyresö), Sif Atladóttir (Val), Erla Steina Arnardóttir (Kristianstad), Rakel Logadóttir (Val), Guðný Björk Óðinsdóttir (Kristianstad), Dóra Stefánsdóttir (Malmö), Fanndís Friðriksdóttir (Breiðabliki),  Kristín Ýr Bjarnadóttir (Val), Rakel Hönnudóttir (Þór/KA).

Byrjunarlið Frakklands: 16 Bouhaddi,  3 Meilleroux, 4 Georges, 6 Soubeyrand, 7 Franco, 8 Bompastor, 9 Herbert, 10 Abily, 12 Thomis, 14 Nécib, 15 Bussaglia. Varamenn: 1 Deville, 22 Stribick-Burckel, 2 Lepailleur, 5 Viguier, 11 Tonazzi, 13 Brétigny, 17 Thiney, 18 Henry, 19 Le Sommer, 20 Blanc, 21 Diguelman

Margrét Lára Viðarsdóttir (9), Dóra María Lárusdóttir fagna markinu sem …
Margrét Lára Viðarsdóttir (9), Dóra María Lárusdóttir fagna markinu sem Hólmfríður Magnúsdóttir (6) skoraði. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Íslands bregður á leik með liðsmönnum …
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Íslands bregður á leik með liðsmönnum á æfingunni í gær. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Ísland 1:3 Frakkland. opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 3:1 sigri Frakka. Ísland byrjaði betur en eftir að Frakkar jöfnuðu úr vítaspyrnu á 18. mínútu voru þeir sterkari aðilinn lengst af. Ísland sótti þó af miklum krafti síðustu fimmtán mínúturnar eða svo en náði ekki að skora þrátt fyrir að fá vítaspyrnu á 76. mínútu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert