Casillas: Þetta hafa verið fjögur frábær ár

Fernando Torres, Iker Casillas og Xavi fagna í Kiev í …
Fernando Torres, Iker Casillas og Xavi fagna í Kiev í kvöld. AFP

Iker Casillas, fyrirliði Spánar, var eðlilega í sjöunda himni eftir að liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn annað skiptið í röð í kvöld með sigri á Ítalíu, 4:0.

Spánn hefur nú unnið þrjú stórmót í röð sem engu öðru evrópsku liði hefur tekist að gera áður.

„Það verða alltaf einhverjar gagnrýnisraddir þess efnis að við höfum sett viðmiðið svo hátt að allt sem við gerum núna verði skref niður á við,“ sagði Casillas eftir leikinn í kvöld.

„Þetta hafa verið fjögur frábær ár. Einhver gæti haldið að þetta hafi verið létt í kvöld því við unnum 4:0 en við höfum verið að bæta okkar leik jafnt og þétt eftir því sem á leið mótið,“ sagði Casillas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 29. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. APRÍL

Útsláttarkeppnin