Evrópumeistarar í áttunda sinn - Angerer varði tvö víti

Nadine Angerer varði tvær vítaspyrnur í dag.
Nadine Angerer varði tvær vítaspyrnur í dag. AFP

Markvörðurinn Nadine Angerer varði tvær vítaspyrnur í dag þegar Þýskaland vann 1:0-sigur á Noregi í fjörugum úrslitaleik á Evrópumótinu í knattspyrnu í Svíþjóð. Þýskaland varð þar með Evrópumeistari í sjötta sinn í röð.

Þýskaland varð fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda mótsins en tókst engu að síður að landa Evrópumeistaratitlinum í áttunda sinn en mótið hefur farið fram 12 sinnum.

Þjóðverjar byrjuðu af krafti í dag og voru nálægt því að skora strax á fyrstu mínútu þegar Nadine Kessler átti skalla í þverslá. Célia Okoyino da Mbabi fékk einnig tvö góð færi.

Norðmenn kræktu í fyrri vítaspyrnu sína eftir um hálftíma leik en Angerer varði þá frá Trine Rönning með fætinum eftir að hafa skutlað sér til hliðar.

Anja Mittag, sem kom inná sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, var aðeins búin að vera inná í þrjár mínútur þegar hún skoraði sigurmark leiksins eftir sendingu frá Da Mbabi. Noregur fékk seinna víti sitt skömmu síðar og þá varði Angerer frá Solveigu Gulbrandsen.

Norðmenn reyndu hvað þeir gátu að skora undir lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir höfðu unnið leik liðanna í riðlakeppninni en bæði þessi lið léku með Íslandi í riðli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin