Á leiðinni til Hollands

mbl.is/Hanna

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt rétt í þessu af stað til Hollands þar sem þær munu leika á EM.
Fjölmiðlafárið í Leifsstöð var með ólíkindum, en bæði fjölmiðlar og farþegar fögnuðu liðinu er það gekk í gegnum brottfararsalinn. Starfsfólk Isavia dreifði fánum, blöðrum, klöppum og höttum svo allir gátu verið með og glaðst með liðinu.

„Ég er kominn heim“ ómaði um brottfararsalinn ásamt fleiri þjóðþekktum lögum. Að því loknu hélt liðið að brottfararhliði sínu þar sem þær sáu myndbönd sem innihéldu hvatningarorð frá fjölskyldum leikmanna og þjóðþekktra einstaklinga, meðal annars Vigdísar Finnbogadóttur. Leikmenn liðsins voru spenntir og vel stemmdir fyrir komandi verkefnum, en liðið flýgur til Amsterdam.

„Þetta er bara mjög gaman og ólýsanlegt. Þegar við komum út tekur bara við hefðbundinn undirbúningur fyrir leik," sagði Harpa Þorsteindsóttir rétt áður en liðið hélt út í flugvél Icelandair.

Liðið mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins á þriðjudagskvöldið, en leikurinn fer fram í Tilburg.

mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
Íslensku landsliðskonurnar voru kvaddar með virktum í Leifsstöð í dag.
Íslensku landsliðskonurnar voru kvaddar með virktum í Leifsstöð í dag. mbl.is/Kristín María
Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gengur í gegnum Leifsstöð á leið …
Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gengur í gegnum Leifsstöð á leið út í flugvél. mbl.is/Kristín María
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin