„Nei ég er að gráta“

Íslenska liðið spilaði vel í kvöld, að mati tístara.
Íslenska liðið spilaði vel í kvöld, að mati tístara. AFP

Tístarar á Twitter létu að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja yfir leik Íslendinga og Frakklands á Evrópumótinu knattspyrnu sem lauk nú fyrir skömmu með sigri Frakka. Óverðskulduðum vilja einhverjir meina, en frönsku stelpurnar skoruðu á 87. mínútu úr vítaspyrnu.

Tístarar eru sammála um að íslensku stelpurnar hafi lagt sig allar fram og þeim er hrósað fyrir frammistöðuna.







Mikil stemning var á leiknum sjálfum, en fjöldi íslenskra stuðningsmanna fylgdi íslensku stelpunum til Hollands. Vöktu þeir að sjálfsögðu athygli þar sem þeir marserðu bláklæddir um göturnar fyrir leikinn og skelltu í víkingaklapp í stúkunni.




Líklega hafa langflestir Íslendingar sem ekki áttu heimangengt til Hollands horft á leikinn í sjónvarpinu, en það voru ekki margir sem mættu á EM-torgið á Ingólfstorgi. Má væntanlega kenna veðrinu um það. Stuðningsmenn í útlöndum, í Hollandi og annars staðar, voru hins vegar í gríðarlega vel stemmdir í blíðunni á meginlandinu.



mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 29. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. APRÍL

Útsláttarkeppnin