Forsetinn borðaði með stelpunum í Hollandi

Sigríður Lára Garðarsdóttir, Elín Metta Jensen, Sandra Sigurðardóttir, Sonný Lára …
Sigríður Lára Garðarsdóttir, Elín Metta Jensen, Sandra Sigurðardóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir borða með forsetanum, Guðna Th. Jóhannessyni. Ljósmynd/Facebook-síða KSÍ

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er staddur í Hollandi að fylgjast með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu á Evrópumótinu. Hann fylgdist með leiknum gegn Frökkum í gær og í dag kíkti hann á liðshótelið og borðaði með liðinu. 

Eins og fram kom í viðtali á mbl.is í gær, ætlar Guðni að vera viðstaddur alla leiki Íslands í riðlakeppninni, hið minnsta. 

Guðni er mikill húmoristi.
Guðni er mikill húmoristi. Ljósmynd/Facebook-síða KSÍ
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin