Umræðan og gagnrýnin af því góða

Íslensku landsliðskonurnar þakka áhorfendum stuðninginn eftir leikinn við Svisslendinga.
Íslensku landsliðskonurnar þakka áhorfendum stuðninginn eftir leikinn við Svisslendinga. AFP

Þegar íþróttafólk nær ekki markmiðum sínum eru fyrstu viðbrögð oftast mikil vonbrigði. Það getur tekið mislangan tíma að jafna sig á þeim. Síðan þarf að fara vel yfir það sem gerðist, finna hvað fór úrskeiðis og leita leiða til að gera betur og nýta sér til þess erfiða en dýrmæta reynslu.

Þetta þurfa landsliðskonurnar okkar í knattspyrnu að gera, nú þegar þær eru farnar heim frá Hollandi, mun fyrr en þær ætluðu sér. Hver og ein þarf að velta fyrir sér hvað hún hefði getað gert betur.

Það þarf landsliðsþjálfarinn að gera, hann þarf að horfa í eigin barm, læra af mistökunum og nýta sér áunna reynslu og vonbrigði til að koma sínu liði aftur á réttan kjöl. Og það þarf KSÍ að gera, forráðamenn sambandsins þurfa meðal annars að gera upp við sig hvort núverandi landsliðsþjálfari sé sá sem eigi að halda áfram með verkefnið. Ef svo er, styðja hann í áframhaldandi uppbyggingu.

Sjá viðhorfsgrein Víðis Sigurðssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.  

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin