Omeyer tryggði Frökkum nauman sigur

Thierry Omeyer, markvörður Frakka.
Thierry Omeyer, markvörður Frakka. mbl.is/Brynjar Gauti

Thierry Omeyer, landsliðsmarkvörður Frakka, fór hreinlega hamförum í markinu í dag gegn Tékkum og tryggði franska landsliðinu nauman sigur, 21:20, Tékkum. Omeyer varði 25 skot í leiknum, 56% þeirra skota sem komu á markið sem er hreint einstakt afrek. 10 sekúndum fyrir leikslok varði hann skot úr síðustu sókn Tékka sem höfðu fengið tvo möguleika á að jafna metin.

Frakkar fóru á kostum í fyrri hálfleik gegn Tékkum og voru með sex marka forskot í hálfleik, 16:10. Ekkert virtist benda til þess að leikurinn yrði jafn en önnur varð raunin þegar á leið síðari hálfleik. Frakkar skoruðu ekki mark í 17 mínútur og Tékkar náðu smátt og smátt að minnka muninn þótt Omeyer væri erfiður. Sóknarleikur Frakka hrundi og helstu hetjur liðsins eins og Karabatic, Narcisse, Fernadez og Abolu voru ekki svipur hjá sjón.

Frakkar hafa þar með þrjú stig í D-riðli en Tékkar eru án stiga eftir tvo leiki. Spánverjar og Ungverjar mætast á eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert