Guðjón Valur: Stig sem gæti reynst mjög dýrmætt

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

,,Við erum kannski sáttir við úrslitin eins og komið var en ósáttir miðað við það að við vorum tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum. Það er erfitt að spila svona mikið einum manni færri gegn góðu liði eins og Króatar hafa," sagði Guðjón Valur Sigurðsson við mbl.is eftir leikinn gegn Króötum í kvöld en aldrei þessu vant náði Guðjón ekki að skora í leiknum.

,,Vörnin var að ganga lengstum mjög vel og sóknin nokkuð vel en hraðaupphlaupin urðu ekki til hjá okkur. Ég fann það strax í byrjun að um leið og ég reyndi að hlaupa af stað og stela metrum þá var varnarmaðurinn lagður af stað á undan mér. Það var leiðinlegt að ná þeim ekki en Króatarnir hafa örugglega séð leikina okkar á myndbandi.“

,,Við er enn á fullu inni í riðlinum. Þetta stig gæti reynst ansi dýrmætt en þetta er enn í okkar höndum. Ef við vinnum báða leikina sem við eigum eftir erum við komnir áfram í undanúrslitin. Króatarnir hafa yfirleitt reynst okkur erfiðir en við erum alltaf að sýna og sanna hvað við getum þegar hlutirnir ganga upp hjá okkur,“ sagði Guðjón Valur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert