EM: Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum á laugardag

Nikola Karabatic og félagar í franska heimsmeistaraliðinu eru andstæðingar Íslendinga …
Nikola Karabatic og félagar í franska heimsmeistaraliðinu eru andstæðingar Íslendinga á laugardaginn. Reuters

Íslenska landsliðið mætir heims- og ólympíumeisturum Frakka í undanúrslitu á laugardaginn. Þetta varð ljóst eftir að Frakkar unnu Pólverja, 29:24, í lokaleik milliriðils tvö á Evrópumótinu í handknattleik karla í kvöld. Frakkar unnu þar með riðilinn og mæta þeirri þjóð sem hafnaði í öðru sæti í milliriðli eitt. Það er Ísland þar sem Króatíu vann milliriðil eitt eftir öruggan sigur á Danmörku. Króatar leika því við Pólverja í hinni undanúrslitaviðureigninni á laugardag.

Það mun ekki liggja fyrir fyrr en fyrri partinn á morgun hvort viðureign Íslands og Frakklands verður klukkan 13 á laugardag eða klukkan 15.30, að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands.

Danir og Spánverjar leika um 5. sæti EM klukkan hálf ellefu á laugardagsmorgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert