Fyrirliði Norðmanna úr leik

Bjarte Myrhol í baráttu við íslensku varnarmennina inni á línunni …
Bjarte Myrhol í baráttu við íslensku varnarmennina inni á línunni í gær. Ljósmynd/ehf-euro.com

Bjarte Myrhol línumaður og fyrirliði norska landsliðsins í handknattleik verður ekki með í leiknum gegn Króötum á EM í Póllandi á morgun.

Myrhol varð fyrir meiðslum á vinstri hendi en hann fékk djúpan skurð í leiknum gegn Íslendingum í gærkvöld og þurfti að hætta leik eftir 11 mínútur.

„Það er erfitt fyrir okkur að vera án fyrirliðans og það er leiðinlegt að missa menn í meiðsli. En þegar einn fer út þá verður bara næsti maður að hlaupa í skarðið,“ sagði Christian Berge þjálfari norska landsliðsins við fréttamenn í morgun.

Myrhol gæti einnig misst af síðasta leik Norðmanna í riðlinum sem er á móti Hvít-Rússum á þriðjudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert