Ívar og Jóhannes Karl aftur í landsliðið

Ívar Ingimarsson er í landsliðinu á ný eftir 18 mánaða …
Ívar Ingimarsson er í landsliðinu á ný eftir 18 mánaða fjarveru. Reuters

Ívar Ingimarsson, leikmaður Reading, og Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Leicester, eru í fyrsta landsliðshópi Eyjólfs Sverrissonar, en hann tilkynnti í dag landsliðið í knattspyrnu sem mætir Trínidad og Tóbagó í London þann 28. febrúar. Ívar dró sig út úr landsliðinu haustið 2004 og Jóhannes Karl síðasta vor, en gáfu báðir kost á sér á ný eftir að Eyjólfur tók við liðinu í vetur af þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni.

Grétar Ólafur Hjartarson, sóknarmaður KR, er einnig í 18 manna hópi Eyjólfs, en hann hefur aðeins leikið einn landsleik, fyrir fjórum árum. Emil Hallfreðsson, leikmaður Malmö FF, er líka í hópnum, en hann á einnig aðeins einn landsleik að baki.

Landsliðið er þannig skipað:

Árni Gautur Arason, Vålerenga
Daði Lárusson, FH
Hermann Hreiðarsson, Charlton
Brynjar Björn Gunnarsson, Reading
Arnar Þór Viðarsson, Twente
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea
Heiðar Helguson, Fulham
Indriði Sigurðsson, Genk
Jóhannes Karl Guðjónsson, Leicester
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Ívar Ingimarsson, Reading
Stefán Gíslason, Lyn
Grétar Rafn Steinsson, Alkmaar
Kári Árnason, Djurgården
Hannes Þ. Sigurðsson, Stoke
Helgi Valur Daníelsson, Öster
Grétar Ólafur Hjartarson, KR
Emil Hallfreðsson, Malmö FF

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert