Frækinn sigur Liverpool á Camp Nou

Mohamed Sissoko og Steve Finnan reyna að hemja Ronaldinho í …
Mohamed Sissoko og Steve Finnan reyna að hemja Ronaldinho í leik Barcelona og Liverpool í kvöld. Reuters

Liverpool vann í kvöld frækinn útisigur, 2:1, gegn Barcelona á Camp Nou í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Deco kom Barcelona yfir á 14. mínútu en Craig Bellamy jafnaði fyrir Liverpool á 43. mínútu. John Arne Riise skoraði síðan sigurmark Liverpool á 74. mínútu, eftir sendingu frá Bellamy. Staðan er nú mjög vænleg fyrir Liverpool en liðin mætast aftur á Anfield eftir hálfan mánuð. Eiður Smári Guðjohnsen var varamaður hjá Barcelona og kom inná þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert