Curbishley: Erum enn á lífi

Alan Curbishley og Paul Jewell knattspyrnustjóri Wigan á spjalli fyrir …
Alan Curbishley og Paul Jewell knattspyrnustjóri Wigan á spjalli fyrir leik liðanna í dag. Reuters

Alan Curbishley knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins West Ham gat verið ánægður með sína menn í dag en þeir léku einstaklega vel þegar þeir lögðu Wigan á útivelli, 0:3, í sannköllum fallbaráttuleik.

,,Við erum enn á lífi. Að koma hingað, vinna 3:0 sigur og spila eins og við gerðum var frábært. Við verðum að taka þetta með okkur í næsta leik. Við eigum tvo leiki eftir og verðum að fá eins mikið af stigum út úr þeim og mögulegt er. Með þessum góða kafla höfum við gefið okkur sjálfum möguleika á að forðast fallið," sagði Curbishley.

West Ham á eftir að leika á heimavelli gegn Bolton og í lokaumferðinn leikur liðið við Manchester United á Old Trafford.

Wigan, sem hefur jafnmörg stig og West Ham en er fyrir ofan fallstrikið á betri markatölu, á eftir að spila við Middlesbrough á heimavelli og Sheffield United á útivelli í lokaumferðinni en Wigan hefur nú spilað sjö leiki í röð án sigurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert