Man.Utd. með fimm stiga forskot eftir ótrúlegan sigur á Everton

James Vaughan og Wes Brown í baráttunni á Goodison Park.
James Vaughan og Wes Brown í baráttunni á Goodison Park. Reuters

Manchester United var að ná fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. United lagði Everton, 4:2, eftir að hafa lent 2:0 undir í byrjun seinni hálfleiks og á sama tíma gerðu Englandsmeistarar Chelsea 2:2 jafntefli gegn Bolton á Stamford Bridge.

Alan Stubbs og Manuel Fernandez komu Everton í 2:0 en þá tóku liðsmenn Manchester United heldur betur við sér. John O'Shea minnkaði muninn í 2:1, Phil Neville jafnaði með sjálfsmarki og það voru síðan Wayne Rooney og hinn ungi Chris Eagles sem tryggðu United sigurinn.

Á Stamford Bridge kom Lubomir Michalik Bolton yfir en Salomon Kalou jafnaði skömmu síðar og tíu mínútum fyrir leikslok varð Jussi Jaaskaleinen fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Chelsea yfir. Kevin Davies jafnaði svo fyrir Bolton á 53. mínútu og þar við sat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert