Fyrirliði Ghana á leiðinni til West Ham?

Stephen Appiah, til hægri, fagnar sigri Ghana á Bandaríkjunum á …
Stephen Appiah, til hægri, fagnar sigri Ghana á Bandaríkjunum á HM síðasta sumar. Reuters

Enska dagblaðið The Mirror fullyrðir í dag að West Ham sé í baráttu við skosku meistarana Celtic um að fá landsliðsfyrirliða Ghana í knattspyrnu, Stephen Appiah, í sínar raðir. Appiah er 26 ára gamall miðjumaður sem leikur með Fenerbache í Tyrklandi.

Celtic var búið að komast að samkomulagi við Fenerbache um kaup á Appiah en hann var hinsvegar ekki sáttur við þau laun sem skosku meistararnir buðu honum svo málið er í biðstöðu. The Mirror segir að Alan Curbishley knattspyrnustjóri West Ham vilji fá Appiah á Upton Park og ætli honum að fylla skarð fyrirliðans Nigels Reo-Cokers, sem er á leið til Aston Villa.

Appiah hefur einnig verið orðaður við Valencia, Schalke og Juventus í sumar en hann lék með Juventus áður en hann fór til Tyrklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert