Cook í raðir Fulham

Lee Cook er genginn til liðs við Fulham.
Lee Cook er genginn til liðs við Fulham. Reuters

Fulham gekk í kvöld frá kaupum á Lee Cook, 24 ára gömlum kantmanni frá QPR. Kaupverðið var ekki gefið upp en talið er að það sé um 2,4 milljónir punda. Fyrr í sumar hafnaði QPR 1,5 milljón punda tilboði frá Fulham í leikmanninn en félögin komst að samkomulagi um félagaskiptin í kvöld.

Samningur Cooks er til fjögurra ára en hann hefur leikið með QPR frá árinu 2004 en hann lék þar áður með Waford og Aylesbury. Hann er sjöundi leikmaðurinn sem Lawrie Sanchez, knattspyrnustjóri Fulham, fær til liðs við sig í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert