Everton vann Tottenham á White Hart Lane, 3:1

Leikmenn Everton fagna Alan Stubbs eftir að hann kom liðinu …
Leikmenn Everton fagna Alan Stubbs eftir að hann kom liðinu í 3:1. Reuters

Everton sigraði Tottenham, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikur liðanna fór fram á White Hart Lane, heimavelli Tottenham og var sá fyrsti í 2. umferð deildarinnar. Everton er þá komið með 6 stig eftir tvo fyrstu leikina en Tottenham er hinsvegar án stiga.

Varnarmaðurinn Jolean Lescott skoraði fyrir Everton strax á 3. mínútu eftir aukaspyrnu en Anthony Gardner, miðvörður Tottenham, jafnaði með skalla eftir hornspyrnu á 26. mínútu.

Leon Osman kom Everton í 2:1 á 37. mínútu eftir laglega fyrirgjöf frá Mikel Arteta.

Það var svo varnarjaxlinn Alan Stubbs sem kom Everton í 3:1 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Hann tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig og boltinn breytti stefnu af Didier Zokora, leikmanni Tottenham, og spýttist í markið.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og þessi byrjun er gífurleg vonbrigði fyrir Tottenham en liðinu var spáð góðu gengi. Þetta er í fyrsta skipti í níu ár sem Tottenham tapar fyrsta heimaleik á tímabili en Everton vann sinn fyrsta útileik síðan í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert