Rosenborg náði jafntefli á Stamford Bridge

Heitt í kolunum í viðureign Chelsea og Rosenborg.
Heitt í kolunum í viðureign Chelsea og Rosenborg. AP

Norsku meistarnir Rosenborg komu geysilega á óvart í kvöld þegar þeir náðu jafntefli, 1:1, gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Stamford Bridge í London. Í Porto gerðu heimamenn jafntefli við Liverpool, 1:1, en Liverpool var manni færri frá og með 58. mínútu þegar Jermaine Pennant fékk rauða spjaldið.

Lucho González kom Porto yfir úr vítaspyrnu á 8. mínútu, 1:0, gegn Liverpool, eftir að José Reina markvörður felldi sóknarmann heimaliðsins. Dirk Kuyt jafnaði fyrir Liverpool með skalla á 17. mínútu. Staðan var 1:1 í hálfleik. Jermaine Pennant hjá Liverpool var rekinn af velli á 58. mínútu. Porto nýtti ekki liðsmuninn og lokatölur urðu 1:1.

Á Stamford Bridge náði Rosenborg forystunni gegn Chelsea á 24. mínútu, 0:1. Mika Koppinen skoraði markið. Staðan var 0:1 í hálfleik. Andriy Shevchenko jafnaði fyrir Chelsea á 53. mínútu, 1:1.

Úrslit í öðrum leikjum:
A: Marseille - Besiktas 2:0 (Rodriguez 76., Cisse 90.)
B: Schalke - Valencia 0:1 (Villa 63.)
C: Olympiakos - Lazio 1:1 (Galletti 55. - Zauri 77.)
C: Real Madrid - Werder Bremen 2:1 (Raúl 16., van Nistelrooy 74. - Sanogo 17.)
D: AC Milan - Benfica 2:1 (Pirlo 9., Inzaghi 23. - Gomes 90.)
D: Shakhtar Donetsk - Celtic 2:0 (Brandao 6., Lucarelli 8.)

Lucho González kemur Porto yfir úr vítaspyrnu.
Lucho González kemur Porto yfir úr vítaspyrnu. AP
Dirk Kuyt og Steven Gerrard hjá Liverpool hita upp fyrir …
Dirk Kuyt og Steven Gerrard hjá Liverpool hita upp fyrir leikinn gegn Porto. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert