Gregory rekinn frá QPR

John Gregory var rekinn frá QPR í morgun.
John Gregory var rekinn frá QPR í morgun. Heimasíða QPR

Stjórn enska 1. deildarliðsins QPR ákvað á fundi í morgun að reka knattspyrnustjórann John Gregory frá störfum í kjölfar slaks árangurs liðsins á leiktíðinni. QPR steinlá fyrir WBA, 5:1, í gær og situr eitt á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir sjö leiki.

Mick Harford einn úr þjálfarateymi QPR mun taka tímabundið við störfum Gregorys og stýra því í leiknum gegn Colchester á miðvikudaginn.

Í síðustu viku var Ítalinn Gianluca Vialli, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea, orðaður við knattspyrnustjórastarfið hjá Lundúnarliðinu en hann og stjórnarformaður félagsins, Gianni Paladini, eru góðir vinir og var Vialli á leik liðsins á dögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert