Man.Utd. undir gegn Bolton

Nicolas Anelka fagnar marki sínum gegn Manchester United.
Nicolas Anelka fagnar marki sínum gegn Manchester United. Reuters

Englandsmeistarar Manchester United eru 1:0 undir gegn Bolton þegar flautað hefur verið til leikhlés en liðin eigast við á heimavelli Bolton. Frakkinn Nicolas Anelka skoraði markið á 11. mínútu leiksins.

Bolton menn hafa barist geysilega vel gegn Englandsmeisturunum sem hafa ekki náð að finna glufur á sterkri vörn heimamanna. Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahópi United, er hvíldur, og munar svo sannarlega um minna.

Marga fastamenn vantar í lið Arsenal sem á í höggi við Wigan á Emirates Stadium. Wigan menn hafa varist vel en Steve Bruce fyrrum knattspyrnustjóri Birmingham er á meðal áhorfenda en hann tekur við stjórninni hjá Wigan á mánudaginn.

Everton komst í 3:0 gegn nýliðum Sunderland á heimavelli sínum, Goodison Park, en gamla kempan Dwight Yorke náði að laga stöðuna fyrir gestina undir lok hálfleiksins.

Staðan í leikjunum í hálfleik er þessi:

Bolton - Man.Utd 1:0 (Anelka)
Man.City - Reading 1:1 (Petrov - Harper)
Everton - Sunderland 3:1 (Yakubu, Cahill, Steven Pienaar - Yorke)
Birmingham - Portsmouth 0:1 (Sulley Muntari)
Arsenal - Wigan 0:0
Middlesbrough - Aston Villa 0:1 (John Carew)

Nicolas Anelka skoraði mark Bolton.
Nicolas Anelka skoraði mark Bolton. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert