Hlutum hent í leikmenn Tottenham

Paul Robinson
Paul Robinson Reuters

Ekki er ólíklegt að UEFA fari nánar yfir leik Anderlecht og Tottenham sem fram fór í gærkvöldi. Stuðningsmenn belgíska liðsins hentu hlutum í leikmenn Tottenham og slíkt þykir ekki til fyrirmyndar.

Varnarmaðurinn Didier Zokora fékk kveikjara í sig og undir lok leiksins fann Paul Robinson, markvörður Spurs, stóra járnstöng og lét hann fjórða dómara leiksins fá hana.

Zokora lék á sínum tíma með Genk í Belgíu og hann var ekki í neinum vafa hvers vegna hann hefði orðið fyrir barðinu á fúlum knattspyrnubullum á áhorfendabekkjunum. „Þeir hata mig. Ég spilaði í Belgíu í fjögur ár og þess vegna varð ég fyrir þessu núna,“ sagði hann.

Anderlecht fékk sekt fyrr á leiktíðinni fyrir ólæti áhorfenda á leik liðsins við Fenerbahce í undankeppni Meistaradeildarinnar og má því búast við hörðum sektum núna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert