Reading vann góðan sigur á Liverpool, 3:1

Ibrahima Sonko og Peter Crouch takst hér á í leik …
Ibrahima Sonko og Peter Crouch takst hér á í leik Reading og Liverpool. EDDIE KEOGH

Liverpool tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni þegar liðið sótti Reading heim á Madejski Stadium. Reading vann glæsilegan 3:1 sigur og hefndi þar með ófaranna frá því fyrr á tímabilinu þegar Liverpool hafði betur 4:2 í deildabikarnum þar sem Fernando Torres skoraði þrennu.

Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson léku allan tímann fyrir Reading og áttu báðir góðan leik. Stephen Hunt, Kevin Doyle og James Harper gerðu mörkin fyrir heimamenn en Steven Gerrard skoraði mark Liverpool.

88. Peter Crouch nálægt því að skora en hefur ekki heppnina með sér því boltinn fer í stöngina og þaðan í fangið á Hahnemann.

71. Fyrirliðinn Steven Gerrard er kallaður af velli og í hans stað er kominn Ryan Babel. Hvort Rafael Benítez sé búinn að játa sig sigraðan skal ósagt látið en Liverpool mætir Marseille í úrslitaleik um að komast í 16-liða úrslit í Meistaradeildinni í Frakklandi á þriðjudaginn og kannski er Benítez kominn með hugann við þann slag.

67. Reading er komið í 3:1 gegn Liverpool. Eftir vel útfærða skyndisókn sem Brynar Björn Gunnarsson var upphafsmaðurinn af komst James Harper einn í gegn. Hann lék á Jose Reina og skoraði af miklu öryggi.

65. Steven Gerrard er hársbreidd frá því að jafna metin fyrir Liverpool en þrumuskot hans utan teigs smellur í þverslánni.

60. Reading er komið 2:1 yfir á móti Liverpool. Nickey Shorey tók aukaspyrnu utan teigs og Kevin Doyle náði að strúka boltanum með enninu og þaðan í netið. Strax eftir markið gerir Rafael Benítez skiptingu á liði sínu. Harry Kewell kemur inná fyrir Fernando Torres.

55. Marcus Hahnemann verði glæsilega þrumufleyg frá Norðmanninum John Arne Riise sem tók aukaspyrnu utan vítateigs.

Búið er að flauta til leikhlés hjá Reading og Liverpool og er staðan 1:1. Stephen Hunt kom Reading yfir úr vítaspyrnu en Steven Gerrard jafnaði metin. Leikurinn hefur verið jafnvægi. Reading var sterkari aðilinn fyrri hluta hálfleiksins en Liverpool sótti í sig veðrið seinni hlutann.

28. Steven Gerrard jafnar metin fyrir Liverpool með góðu skoti eftir sendingu frá Fernando Torres. Markið kom gegn gangi leiksins því heimamenn voru búnir að vera aðgangsharðir upp við mark Liverpool.

16. Stephen Hunt kemur Reading yfir með marki úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt á Jamie Carragher þegar hann braut á Brynjari Birni Gunnarssyni. Í endursýningu kemur í ljós að brotið á Brynjari var nokkrum sentímetrum utan teigs og því um rangan dóm að ræða.

Liveroool hefur verið á miklu skriði undanfarnar vikur.
Liveroool hefur verið á miklu skriði undanfarnar vikur. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert