Man City lagði Newcastle, 2:0 - Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Wigan

Brasilíumaðurinn Elano fagnar marki sínu gegn Newcastle.
Brasilíumaðurinn Elano fagnar marki sínu gegn Newcastle. Reuters

Óvænt úrslit urðu á Anfield í kvöld þegar Liverpool varð að láta sér lynda 1:1 jafntefli við Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Ófarir Newcastle héldu áfram en liðið tapaði á heimavelli fyrir Manchester City, Blackburn marði Sunderland og Bolton tryggði sér sigur á Derby með marki á lokamínútunni.

Fylgst var með leikjum kvöldsins í textalýsingu á mbl.is og er hún hér að neðan.

Newcastle - Manchester City 0:2 leik lokið

Leik Newcastle og Manchester City er lokið. City hafði betur, 2:0, og fengu leikmenn Newcastle og knattspyrnustjórinn að heyra það frá reiðum stuðningsmönnum félagsins þegar þeir gengu að velli. 

Manchester City er komið í 2:0 gegn Newcastle með marki frá Fernandes Gelson. Það blæs því ekki byrlega fyrir Sam Allardyce og líklegt að stjórn félagsins fundi um framtíð hans á morgun fari svo að liðið tapi.

Sam Allardyce knattspyrnustjóri Newcastle gerir breytingu á liði sínu í hálfleik. Obafemi Martins er tekinn af velli og Michael Owen tekur stöðu hans en Owen er spila sinn fyrsta leik í nokkuð langan tíma. 

Búið er að flauta til leikhlés á St.James Park og eru heimamenn í Newcastle 0:1 undir gegn Manchester City. 

Manchester City er komið yfir gegn Newcastle á St.James Park. Brasilíunmaðurinn Elano skoraði markið á 26. mínútu eftir sendingu frá Darius Vassell.

Lið Newcastle: Given, Beye, Taylor, Cacapa, N'Zogbia, Milner, Butt, Faye Duff, Viduka, Martins. Varamenn: Harper, Jose Enrique, Rozehnal, Emre, Owen.

Lið Man City: Hart, Onuoha, Richards, Dunne, Ball, Ireland, Hamann, Elano, Corluka, Petrov, Vassell. Varamenn: Isaksson, Bianchi, Garrido, Gelson, Etuhu.

Liverpool - Wigan 1:1 leik lokið

Leik Liverpool og Wigan lyktaði með 1:1 jafntefli. Fernando Torres kom heimamönnum yfir en Titus Bramble jafnaði metin 12 mínútum fyrir leikslok. Liverpool er í fimmta sætinu, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal.

Óvænt tíðindi eru að gerast á Anfield en Titus Bramble varnarmaður Wigan er búinn að jafna metin. Bramble skoraði með glæsilegu skoti rétt utan teigs, annað mark hans í jafnmörgum leikjum. 

Liverpool hefur tekið öll völd á vellinum og það stefnir í sigur heimamanna gegn slöku liði Wigan. 

Liverpool er komið í 1:0 og hver annar en Fernando Torres skoraði markið. Spánverjinn skoraði markið á 49. mínútu, sitt 16. á leiktíðinni, eftir sendingu fá Steve Finnan. 

Kominn er hálfleikur á Anfield og er staðan 0:0 í frekar tilþrifalitlum leik. Liverpool hefur ekki náð að finna glufur á vel skipulagðri vörn Wigan og takist heimamönnum ekki að landa þremur stigum blandar liðið sér varla í meistarabaráttuna í ár. 

Michael Brown er nálægt því að koma gestunum yfir en gott skot hans á 17. mínútu leiksins fór naumlega framhjá marki Liverpool. 

Leikur Liverpool og Wigan á Anfield fer rólega af stað en þegar 10 mínútur eru liðnar hafa engin marktækifæri litið dagsins ljós. 

Lið Liverpool: Reina, Finnan, Arbeloa, Carragher, Aurelio, Pennant, Alonso, Mascherano, Kewell, Gerrard, Torres. Varamenn: Itandje, Riise, Benayoun, Crouch, Kuyt.

Lið Wigan: Kirkland, Melchiot, Scharner, Bramble, Kilbane, Valencia, Landzaat, Brown, Taylor, Heskey, Bent. Varamenn: Pollitt, Sibierski, Koumas, Boyce, Olembe.

Bolton - Derby 1:0 leik lokið

Grikkinn Stelios tryggði Bolton sigurinn með marki á loka andarrökum leiksins.

0:0 er staðan í leikhlé. Fyrstu 40 mínúturnar voru tóm leiðindi en fjör færðist í leikinn á lokamínútunum og voru liðsmenn Derby nær því að skora en heimamenn. 

Derby hefur í þrígang verið nærri því að skora gegn Bolton á Rebook en nýliðarnir þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda. 

Heiðar Helguson er ekki í leikmannahópi Bolton.

Lið Bolton: Jaaskelainen, O'Brien, Meite, O'Brien, Gardner, Davies, Nolan, Campo, Guthrie, Diouf, Anelka.

Lið Derby: Price, Mears, Moore, Davis, McEveley, Teale, Fagan, Oakley, Barnes, Lewis, Miller.

Blackburn - Sunderland 1:0 leik lokið

Blackburn hrósaði 1:0 sigri gegn Sunderland og skoraði Benni McCarthy sigurmarkið úr vítaspyrnu. 

Sunderland er orðið manni færri en reynsluboltanum Dwight York var vikið af velli þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald. 

Blackburn er komið í 1:0 gegn Sunderland. Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy skoraði markið úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar boltinn hafði viðkomu í hönd Danny Higginbothams.  

Sunderland fær upplagt tækifæri til að komast yfir í upphafi síðari hálfleiks en Dean Whitehead nær ekki að skora úr vítaspyrnu. Brad Friedel markvörður Blackburn sá við spyrnu hans. 

Staðan er markalaust í hálfleik á Ewood Park. Strákarnir hans Roy Keane í liði Sunderland hafa varist vel og eru til alls líklegir. 

Lið Blackburn: Friedel, Emerton, Samba, Nelsen, Warnock, Bentley, Mokoena, Kerimoglu, Pedersen, Santa Cruz, McCarthy.

Lið Sunderland: Gordon Whitehead, McShane, Higginbotham, Collins, Miller, Yorke, Richardson, Wallace, Jones, Murphy.

Obafemi Martins leikur í fremstu víglínu Newcastle.
Obafemi Martins leikur í fremstu víglínu Newcastle. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert