Alex Ferguson: Spennið beltin

Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hafa oft tekist á …
Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hafa oft tekist á utan vallar enda báðir miklir keppnismenn. Reuters

Spennið beltin sagði Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United þegar hann sat fyrir svörum fréttamanna á Old Trafford í gær þar sem umræðuefnið var leikurinn við Arsenal í ensku bikarkeppninni á Old Trafford í dag.

„Spennið beltin,“ sagði Ferguson og brosti. „Þetta verður dæmigerður United - Arsenal leikur þar sem í boði verður rosaleg barátta, einvígi út um allan völl en góður fótbolti því bæði lið eru þekkt fyrir að spila góðan fótbolta. Í yfir 20 ár sem ég hef verið hér hafa Manchester United og Arsenal verið í baráttunni um titlana flest öll árin. Ég persónulega hef skorað George Graham á hólm og nú Arsene Wenger,“ segir Ferguson sem stýrir liði sínu í 100. bikarleiknum á Old Trafford.



 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert