Liverpool sigraði Inter 2:0

Sami Hyypiä hjá Liverpool hefur betur gegn Zlatan Ibrahimovic hjá …
Sami Hyypiä hjá Liverpool hefur betur gegn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter í leiknum í kvöld. Reuters

Liverpool vann góðan sigur á Inter Mílanó, 2:0, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Olympiakos og Chelsea gerðu 0:0 jafntefli, Roma vann Real Madrid 2:1 og Schalke vann Porto 1:0.

Liverpool hafði lánið með sér eftir hálftíma leik þegar Marco Materazzi, varnarmaður Inter, fékk sitt annað gula spjald og var rekinn af velli. Manni fleiri náðu Englendingarnir að skora tvívegis á lokamínútum leiksins, fyrst Dirk Kuyt og síðan Steven Gerrard.

Forskot Liverpool er gott fyrir seinni leikinn í Mílanó en þar þurfa ítölsku meistararnir að vinna þriggja marka sigur til að komast í átta liða úrslitin.

Þannig gengu hlutirnir fyrir sig í leikjum kvöldsins en fylgst var með þeim í beinni textalýsingu hér á mbl.is:

Liverpool - Inter Mílanó 2:0
Liverpool var mun sterkari aðilinn framan af og sótti oft hart að marki Inter. Marco Materazzi, varnarmaðurinn reyndi hjá Inter, fékk sitt annað gula spjald á 30. mínútu og var þar með rekinn af velli. Staðan var 0:0 í hálfleik.

Liverpool fékk sitt fyrsta dauðafæri á 58. mínútu þegar Fernando Torres slapp innfyrir vörn Inter en Cesar markvörður varði glæsilega frá honum. Uppúr hornspyrnunni skallaði Sami Hyypiä yfir mark Inter úr galopnu færi á markteig.

Loks eftir þunga sókn Liverpool á 85. mínútu fékk Dirk Kuyt boltann vinstra megin í vítateig Inter og þrumaði honum að marki, boltinn breytti stefnu, fór í jörðina og yfir Cesar í markinu, 1:0.

Á 89. mínútu fékk Steven Gerrard boltann hægra megin á vellinum, lék að vítateigshorninu og skoraði með firnaföstu skoti með jörðu, í markhornið fjær, 2:0.

Lið Liverpool: Jose Reina, Steve Finnan, Jamie Carragher, Sami Hyypiä, Fabio Aurelio, Steven Gerrard, Javier Mascherano, Lucas Leiva (Peter Crouch 64.), Ryan Babel (Jermaine Pennant 72.), Fernando Torres, Dirk Kuyt.
Varamenn: Charles Itandje, John Arne Riise, Yossi Benayoun, Álvaro Arbeloa, Xabi Alonso.
Lið Inter: César - Materazzi, Chivu, Cordoba (Burdisso 75.), Maicon, Maxwell, Zanetti, Stankovic, Cambiasso, Ibrahimovic, Cruz (Vieira 54.)
Varamenn: Crespo, Figo, Toldo, Suazo, Maniche.

Olympiakos - Chelsea 0:0

Lið Chelsea: Petr Cech, Juliano Belletti, Ricardo Carvalho, Alex, Ashley Cole, Michael Essien, Claude Makelele, Michael Ballack (Frank Lampard 86.), Florent Malouda (Salomon Kalou 75.), Didier Drogba, Joe Cole (Nicolas Anelka 75.)
Varamenn: Carlo Cudicini, Mikel John Obi, Shaun Wright-Phillips, John Terry.

Roma - Real Madrid 2:1
Raúl kom Real yfir strax á 8. mínútu en David Pizarro jafnaði fyrir Roma á 24. mínútu. Roma náði síðan forystunni á 58. mínútu, 2:1, með marki frá Mancini, eftir sendingu frá Francesco Totti.

Lið Roma: Doni, Panucci, Mexes, Cassetti, Juan, Giuly, Perrotta, Pizarro, De Rossi, Mancini, Totti.
Lið Real: Casillas, Heinze, Cannavaro, Ramos, Gómez, Robben, Diarra, Guti, Gago, van Nistelrooy, Raúl.

Schalke - Porto 1:0
Kevin Kuranyi kom Schalke yfir strax á 4. mínútu.

Raúl fagnar eftir að hafa komið Real Madrid yfir í …
Raúl fagnar eftir að hafa komið Real Madrid yfir í Róm. Reuters
Kevin Kuranyi fagnar eftir að hafa komið Schalke yfir gegn …
Kevin Kuranyi fagnar eftir að hafa komið Schalke yfir gegn Porto. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert