Everton í fjórða sætið eftir 2:0 sigur á Man City

Yakubu skorar fyrra mark Everton gegn Manchester City í kvöld.
Yakubu skorar fyrra mark Everton gegn Manchester City í kvöld. Reuters

Everton var að innbyrða sanngjarnan 2:0 sigur á Manchester City en liðin áttust við í lokaleik 27. umferðar í ensku úrvalsdeildinni á Manchester Stadium í kvöld. Með sigrinum komst Everton uppfyrir Liverpool í fjórða sæti deildarinnar.

Yakubu og Joelon Lescott gerðu mörk Everton með stuttu millibili í fyrri hálfleik. Texalýsing af leiknum er hér að neðan.

Fyrri hálfleikur á Manchester Stadium er hálfnaður og hefur lítið markvert gerst. Heimamenn hafa verið öllu sterkari en engin marktækifæri hafa litið dagsins ljós.

28. Steven Pienaar er hársbreidd frá því að koma Everton yfir en lúmskt skot hans fór í varnarmann og þaðan í stöng og framhjá.

30. Yakubu kemur Everton í forystu með marki af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Tim Cahill. Tíunda mark Yakubu í úrvalsdeildinni og 16. mark hans á leiktíðinni.

38. Everton er komið í 2:0 á Manchester Stadium. Varnarmaðurinn Joleon Lescott skallaði í netið úr markteignum eftir fyrirfjöf frá Lee Carsley. Þetta er sjötta mark Lescott í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Rob Styles er búinn að flauta til leikhlés. Everton hefur vænlega stöðu á borgarvellinum í Manchester en staðan er 2:0.

Síðari hálfleikurinn er hálfnaður og er Everton enn 2:0 yfir. Heimamenn hafa haft undirtökin í síðari hálfleik en þeim hefur ekki tekist að finna glufur á vörn Everton.

Manchester City reynir hvað það getur til að koma sér inn í leikinn en vörn Everton er þétt fyrir og Tim Howard markvörður hefur varið allt sem á markið hefur komið.

90. Martin Petrov kantmaðurinn snjalli í liði City fær að líta rauða spjaldið fyrir að dangla fætinum í Leon Osman.

Man City: Hart, Onuoha, Dunne, Richards, Ball, Vassell, Gelson, Hamann, Ireland, Petrov, Mwaruwari. Varamenn: Isaksson, Elano, Corluka, Caicedo, Castillo

Everton: Howard, Hibbert, Yobo, Jagielka, Lescott, Neville, Carsley, Osman, Pienaar, Cahill, Yakubu. Varamenn: Wessels, Johnson, Nuno Valente, Fernandes, Anichebe

Yakubu kom Everton í forystu.
Yakubu kom Everton í forystu. Reuters
Elano, Martin Petrov og Dietmar Hamann fagna marki með Manchester …
Elano, Martin Petrov og Dietmar Hamann fagna marki með Manchester City á leiktíðinni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert