Taugastríðið hafið fyrir leik United og Liverpool

Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez.
Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez. Reuters

Taugastríðið er hafið fyrir stórleik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á Old Trafford á sunnudaginn. Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool ásakar nú kollega sinn, Sir Alex Ferguson, um að reyna að hafa áhrif á Steve Bennett sem kemur til með að dæma leik erkifjendanna.

Ferguson sagði í vikunni að Cristiano Ronaldo yrði að fá meiri vernd hjá dómurum og vísaði þá til viðureignar Manchester United og Portsmouth í bikarnum á dögunum þar sem Ronaldo fékk að kenna á því og þá sagði Ferguson að Portúgalinn væri ekki að gera upp brot og láta sig falla eins og margir töluðu um.

„Ferguson er sniðugur. Eftir erfiðan leik þá talaði hann dómarann og fyrir þýðiningarmikinn leik talar hann um að Ronaldo þurfti sérstaka vernd. Dómararnir eru með mikla reynslu og þeir vita hvernig Ferguson er. Það kom mér ekki á óvart þegar ég heyrði hvað Ferguson sagði en ég hef engar áhyggjur af Bennett því hann er það reyndur og sér í gegnum svona. “

„Ferguson er klókur og með mikla reynslu og þetta hefur hann oft leikið. En satt best að segja veit ég ekki hvað var að hugsa með þessu. Ef það þarf að vernda Ronaldo þá þarf líka að vernda Torres og Gerrard í mínu liði og alla snjalla leikmenn í deildinni,“ segir Benítez, sem hefur aldrei fagnað sigri á Old Trafford.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert