Arsene Wenger: Munum berjast fram á síðustu sekúndu mótsins

Arsene Wenger lætur tilfinningar sínar í ljós í leiknum gegn …
Arsene Wenger lætur tilfinningar sínar í ljós í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir að það sé að duga að drepast fyrir sína menn í leiknum gegn Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn.

Arsenal er í þriðja sæti, sex stigum á eftir forystusauðunum í Manchester United, og með sigri á liðið enn möguleika á að hampa meistaratitlinum en tap þýðir að möguleikarnar þeirra verða úr sögunni.

„Tímabilinu er ekki lokið. Haldið þið að við förum til Manchester á sunnudaginn með því hugarfari að þetta sé búið? Það væri fáránlegt. Við höfum lagt hart að okkur frá fyrsta degi tímabilsins og við munum berjast frá á síðustu sekúndu í mótinu og sérstaklega í leiknum á sunnuaginn. Ef okkur tekst að vinna þá eigum við raunhæfa möguleika á titlinum,“ sagði Wenger á vikulegum fréttamannafundi á Emirates í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert