Agüero til Englands ?

Sergio Agüero á ferðinni með Atletico Madríd.
Sergio Agüero á ferðinni með Atletico Madríd. Reuters

Samkvæmt umboðsmanni argentínska sóknarmannsins Sergio Agüero hjá Atletico Madríd er eitt af stóru félagsliðunum á Englandi að undirbúa tilboðið í knattspyrnumanninn.

Agüero sem varð tvítugur fyrr í sumar vakti verðskuldaða athygli í spænsku deildinni síðasta keppnistímabil þegar hann skoraði 20 mörk í 37 leikjum og varð þriðji markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar.  Í kjölfarið var hann útnefndur besti leikmaður deildarinnar.

Kaupverðið á Agüero er talið nokkuð hátt eða um 55 milljónir evra. Sú upphæð ætti þó ekki að vera vandamál fyrir þetta ónefnda enska lið sem er á höttunum eftir leikmanninum ef marka má orð umboðsmannsins. „Mér barst tilboð í leikmanninn frá ensku félagi sem bað mig jafnframt um að koma því í hendur vinnuveitenda hans hjá Atletico Madríd,“ sagði Jose Segui umboðsmaður Agüero. Segui neitaði því jafnframt að liðið væri Chelsea þannig menn velta því fyrir sér hvort Manchester United sé liðið sem líti hýru auga til Sergio Agüero.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert