Fletcher tryggði United sigur á Fratton Park

Darren Fletcher skoraði fyrir Manchester United annan leikinn í röð.
Darren Fletcher skoraði fyrir Manchester United annan leikinn í röð. Reuters

Englandsmeistarar Manchester United hrósuðu 1:0 sigri gegn bikarmeisturum Portsmouth á Fratton Park í kvöld og skoraði skoski landsliðsmaðurinn Darren Fletcher sigurmarkið á 32. mínútu en hann skoraði einnig þegar United gerði jafntefli við Newcastle í fyrstu umferðinni.

Sigur ensku meistaranna var fyllilega sanngjarn en þeir voru sterkari aðilinn og sérstaklega í seinni hálfleik þegar þeir yfirspiluðu liðsmenn Portsmouth á löngum köflum.

Manchester United hefur þar með hlotið 4 stig en Portsmouth situr á botninum án stiga og hefur ekki náð að skora mark.

Hermann Hreiðarsson sat á varamannabekknum hjá Portsmouth allan tímann en hinn ungi Armand Traore, lánsmaður frá Arsenal, tók stöðu Hermanns í vinstri bakvarðarstöðunni.

Leikurinn var í beinni textalýsingu, smellið hér.

Hermann Hreiðarsson, sem hér í baráttu við Carlos Tevez er …
Hermann Hreiðarsson, sem hér í baráttu við Carlos Tevez er á bekknum þegar liðin eigast við í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert