Aston Villa og Liverpool skildu jöfn á Villa Park - Torres meiddist

Fernando Torres í baráttu við Martin Laursen og Nigel Reo-Coker …
Fernando Torres í baráttu við Martin Laursen og Nigel Reo-Coker á Villa Park. Reuters

Aston Villa og Liverpool gerðu jafntefli, 0:0, en liðin áttust við á Villa Park í Birmingham í dag. Liverpool er með 7 stig eins og Chelsea í efsta sætinu en Aston Villa hefur 4 stig.

Leikurinn á Villa Park var frekar tíðindalítill og lítið um góð marktækifæri og jafntefli sanngjörn úrslit en Liverpool lék án fyrirliðans Steven Gerrards sem er meiddur.

Liverpool menn urðu fyrir áfalli í fyrri hálfleik en spænski framherjinn Ferando Torres tognaði í aftanverðu læri og þurfti að fara af velli.

Martin O'Neill, stjóri Villa, gerði sex breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum við FH en Aston Villa og FH gerðu sem kunnugt er 1:1 jafntefli í UEFA-bikarnum í vikunni.

Smellið hér til að skoða textalýsingu frá leiknum á Villa Park. 

Aston Villa: Brad Friedel - Luke Young, Martin Laursen, Curtis Davies, Nicky Shorey - Nigel Reo-Coker, Ashley Young, Gareth Barry, Stilian Petrov - Gabriel Agbonlahor, John Carew. Varamenn: Milner, Harewood, Salifou, Roudledge, Gardner, Knight Guzan.

Liverpool: Reina - Dossena, Skrtel, Carragher, Arbeloa - Kuyt, Alonso, Lucas, Mascherano - Keane, Torres. Varamenn: Cavalieri, Agger, Benayoun, Babel, Aurelio, Ngog, El Zhar.

Leikur Sunderland og Manchester City er í gangi. Smellið hér til að fylgjast með þeim leik.

Gareth Barry er í liði Aston Villa sem leikur við …
Gareth Barry er í liði Aston Villa sem leikur við Liverpool. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert