Laudrup og Zola orðaðir við West Ham

Michael Laudrup er orðaður við stjórastarfið hjá West Ham.
Michael Laudrup er orðaður við stjórastarfið hjá West Ham. Reuters

Daninn Michael Laudrup og Ítalinn Gianfranco Zola eru meðal þeirra sjö þjálfara sem koma til greina í knattspyrnustjórastarfið hjá West Ham að því er breska blaðið Independent greinir frá í dag.

Þrátt fyrir að Króatinn Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, hafi látið hafa eftir sér að hann ætli ekki að taka við starfinu hjá West Ham, þykir hann líklegastur til að verða eftirmaður Alan Curbishleys. Aðrir sem koma til greina eru: Michael Laudrup, Paolo Di Canio, Roberto Donadoni, Gerard Houllier, John Collins og Gianfranco Zola.

Næsti leikur West Ham er gegn nýliðum WBA og vonast forráðamenn West Ham að í þeim leik stýri nýr knattspyrnustjóri liðinu en Íslendingaliðið hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert