Tíu leikmenn vilja bætur frá West Ham

Carlos Tévez var West Ham dýrmætur en félagið er ekki …
Carlos Tévez var West Ham dýrmætur en félagið er ekki búið að bíta úr nálinni vegna hans. AP

Í það minnsta tíu leikmenn enska knattspyrnuliðsins Sheffield United hafa haft samband við lögmenn með það fyrir augum að krefja Íslendingafélagið West  Ham um skaðabætur.

Leikmennirnir telja sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni þegar Sheffield United féll úr úrvalsdeildinni fyrir hálfu öðru ári. West Ham, sem ekki hafði staðið rétt að samningum vegna Carlos Tévez, bjargaði sér frá falli í staðinn.

Sem kunnugt er hefur gerðardómur enska knattspyrnusambandsins úrskurðað að West Ham beri að greiða Sheffield United 5 milljarða króna í skaðabætur vegna Tévez-málsins og West Ham hyggst áfrýja þeirri niðurstöðu til Alþjóða íþróttadómstólsins.

„Það hafa margir leikmenn haft samband við mig með það í huga að leggja fram kröfu á hendur West Ham en ég get ekki farið nánar út í það," sagði lögfræðingurinn Chris Farnell við BBC í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert