Erfiðir leikir hjá ensku liðunum í Meistaradeildinni

Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina oftast allra frá upphafi, eða …
Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina oftast allra frá upphafi, eða alls 9 sinnum. Reuters

Drátturinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar hófst klukkan 11 að íslenskum tíma. Fjölmargir stórleikir eru framundan, hvar ensku liðin fengu verðug verkefni, en Manchester United og Liverpool fá ein enskra liða seinni leikinn á heimavelli.

José Mourinho hjá Inter Mílanó varð að ósk sinni, en hann vildi lenda móti ensku liði í 16-liða úrslitunum og fær ríkjandi Evrópumeistara Manchester United.

Claudio Ranieri hjá Juventus fær gömlu félaga sína úr Chelsea og Juande Ramos tekur á móti landa sínum Rafael Benitez þegar Real Madrid tekur á móti Liverpool.

Þá fær Arsenal lið Roma í heimsókn og Barcelona mætir Lyon í Frakklandi.

Eftirfarandi lið munu mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 24. og 25. febúar næstkomandi:

Chelsea - Juventus

Villareal - Panathinaikos

Sporting - Bayern Munchen

Atlético Madrid - Porto

Lyon - Barcelona

Real Madrid - Liverpool

Arsenal - Roma

Inter Milano - Manchester United

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert