Manchester United lagði Wigan, 1:0 - Chelsea sigraði Southend, 4:1

Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo eru báðir í byrjunarliði Manchester …
Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo eru báðir í byrjunarliði Manchester United. Reuters

Manchester United er komið upp í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni eftir 1:0 sigur á Wigan á Old Trafford í kvöld. Wayne Rooney skoraði sigurmarkið eftir 54 sekúndur en hann fór síðan af velli skömmu síðar.

Manchester-menn voru töluvert sterkari í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu liðsmenn Wigan mjög ákveðnir til leiks og þeir veittu meisturunum svo sannarlega harða keppni. United slapp með skrekkinn og fagnaði 1:0 sigri.

Liverpool hefur 46 stig í efsta sæti, Manchester United 44 en á leik til góða og Chelsea er í þriðja sætinu með 42 stig.

Manchester United - Wigan, 1:0 atvikalýsing

Chelsea komst í 4. umferð ensku bikarkeppninnar með 4:1 sigri á útivelli gegn 2. deildarliði Southend. Heimamenn komust yfir snemma leiks en undir lok fyrri hálfleik jafnaði Michael Ballack metin. Í síðari hálfleik bættu Salomon Kalou, Nicolas Anelka og Frank Lampard þremur mörkum við fyrir Lundúnaliðið. Chelsea mætir Ipswich á heimavelli í fjórðu umferðinni.

Southend - Chelsea, 1:4 atvikalýsing

Newcastle - Hull, 0:1, leik lokið

Daniel Cousin tryggði Hull sigur gegn Newcastle á St.James Park með marki á 81. mínútu.

Crystal Palace - Leicester, 2:1

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert