Alex Ferguson: Er með besta leikmannahópinn

Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo.
Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er þeirrar skoðunar að hann sé með besta leikmannahópinn í ensku úrvalsdeildinni. Eftir rólega byrjun á tímabilinu hafa ensku meistararnir aðeins tapað einum af síðustu 23 leikjum sínum í öllum keppnum og eru í baráttunni á fjórum vígsstöðvum, úrvalsdeildinni, bikarkeppninni, deildabikarkeppninni og Meistaradeildinni.

,,Ég er stundum spurður hvað sé besta byrjunarliðið hvað ég telji vera besta byrjunarliðið en satt best að segja er ég að hugleiða það. Ég vel í liðið eftir því hvað ég tel að henti best gegn því liði sem við mætum hverju sinni. Stundum þarf ég að hvíla menn en stundum þarf ég að bregðast við ákveðnu leikskipulagi. Ég hef frábæran hóp úr að velja og ég ekki vafa að ég er með í höndum besta leikmannahópinn af öllum liðum í deildinni,“ segir Sir Alex Ferguson.

,,Það hafa allir leikmenn staðið sig vel og menn hafa þjappað sér vel saman þegar meiðsli hafa herjað á lið mitt. Ég fylltist oft sektarkennd þegar ég þarf að skilja einhvern út undan sem hefur ekkert gert rangt heldur þvert á móti staðið sig einstaklega vel. Þetta kemur liðinu í sterka stöðu en það gerir starf knattspyrnustjórans ekki auðvelt,“ sagði Ferguson.

Manchester United, sem hefur tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, mætir Derby á útivelli í ensku bikarkeppninni á morgun. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert