Benítez: „Verðum að vinna“

Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez. Fróðlegt verður að …
Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez. Fróðlegt verður að sjá hvort svo vel fari á með þeim á morgun, eftir leikinn. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn verða að vinna leikinn á morgun gegn Manchester United, er liðin eigast við á Old Trafford.

„Það er fyrir öllu að við sigrum. Við erum að reyna að minnka forskot þeirra og ef við ætlum að vera áfram í titilbaráttunni, verðum við að sigra á morgun. Það eina sem við getum gert er að sigra á morgun, fá þrjú stig, og sjá svo til hvernig framhaldið verður,“ sagði Benítez.

Sem stendur munar sjö stigum á liðunum og ef Man Utd vinnur ná þeir tíu stiga forskoti. En ef Liverpool vinnur minnka þeir muninn í fjögur stig og setja aukna pressu á Man Utd.

Liverpool aðdáendur vilja alls ekki að Man Utd vinni ensku úrvalsdeildina, því þá jafna þeir met Liverpool, sem eru 18 meistaratitlar.

„Allir stuðningsmenn Liverpool eru yfir sig hrifnir af þessum 18 meistaratitlum sem félagið hefur unnið. En sumum hlutum er einfaldlega ekki hægt að breyta,“ sagði Benítez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert