Ji-sung Park: Verðum að gleyma þessum úrslitum

Park Ji-Sung í baráttu við Fernando Torres á Old Trafford …
Park Ji-Sung í baráttu við Fernando Torres á Old Trafford í gær. reuters

Kóreumaðurinn Ji-sung Park leikmaður Manchester United segir að liðið verði að gleyma 4:1 tapinu gegn Liverpool og muna meistaratitilinn sé enn í höndum liðsins. Park þótti besti leikmaður Englandsmeistaranna í gær sem steinlágu á heimavelli fyrir Liverpool.

,,Þetta voru vitaskuld ekki góð úrslit fyrir okkur. En deildin er ekki búin og við erum enn í toppsætinu. Ef við náum að laða aftur fram þann góða leik sem við höfum spilað nær allt tímabil í þeim leikjum sem við eigum eftir þá mun þessi ósigur ekki verða neitt stórt vandamál,“ segir Park á ve Manchester United.

Manchester United sækir Fulham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi en um síðustu helgi áttust liðin við í bikarkeppninni þar sem United vann stórsigur, 4:0, þar sem Park skoraði eitt markanna.

,,Við eigum ekki leik fyrr en um næstu helgi. Það er gott því þá getum við fengið smá hvíld og undirbúið okkur vel fyrir leikinn á móti Fulham. Við verðum bara að gleyma þessum úrslitum því um næstu helgi er ég sannfærður um að við eigum góðan leik. “






mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert