Ferguson ánægður með dráttinn

Sir Alex Ferguson með Evrópubikarinn sem félagið fékk eftir sigurinn …
Sir Alex Ferguson með Evrópubikarinn sem félagið fékk eftir sigurinn á Chelsea í Moskvu í fyrra. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er afar ánægður með dráttinn í Meistaradeildinni en Evrópumeistararnir mæta Porto í átta liða úrslitunum.

United, sem tapaði fyrir Porto í átta liða úrslitunum fyrir fimm árum þegar Porto fór alla leið í keppninni undir stjórn Jose Mourinho, á fyrri leikinn á heimvelli 7. apríl og síðari leikurinn verður í Portúgal þann 15. apríl.

,,Þetta var góður dráttur. Stundum veltir maður því fyrir sér að það sé betra að byrja heima eða úti en það er erfitt að segja til um það hvort sé betra. Það eina sem maður vonar er að halda markinu hreinu í heimaleiknum,“ segir Ferguson á vef félagsins.

,,Við höfum mætt Porto áður og auðvitað berum við virðingu fyrir portúgölskum liðum. Það hafa verið og eru portúgölsk áhrif hjá okkar liði. Fyrst var Carlos Quieroz í þjálfarateyminu og með liðinu spila tveir Portúgalar, Ronaldo og Nani.“





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert