Ferguson ekkert að hætta strax

Leikmenn United fagna titlinum í dag.
Leikmenn United fagna titlinum í dag. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United sem í dag varð enskur meistari, segist hvegi nærri hættur, hann stefni að öðrum titli að ári. Hann hefur unnið 11 Englandsmeistaratitla með Manchester United.

„Við munum freista þess að vinna titilinn aftur á næsta ári. Það var takmarkið að jafna met Liverpool frá því ég byrjaði minn feril hér, því þeir voru eitt sinn besta lið Englands. En ég hélt aldrei að ég myndi ná þessu, að vinna 11 titla. Aldrei á milljón árum. Ég mun halda áfram. Ég er ekkert að íhuga að hætta. Ég held áfram sem stjóri og ég mun vita í hjarta mínu hvenær er best að hætta,“ sagði þessi ótrúlega sigursæli stjóri eftir leikinn gegn Arsenal í dag. Þetta var þriðji Englandsmeistaratitill Manchester United í röð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert